Sex sóttu um starf skrifstofustjóra Vopnafjarðarhrepps
Sex umsóknir bárust um starf skrifstofustjóra Vopnafjarðarhrepps sem auglýst var laust fyrir skemmstu. Sveitarstjórn ákvað á fundi sínum í síðustu viku að bjóða Baldri Kjartanssyni starfið.Auglýst var eftir einstaklingi með reynslu af störfum við reikningshald og bókhald auk þekkingar á fjárhagsupplýsingarkerfum.
Eftir að allir umsækjendur höfðu verið kallaðir í viðtal var það niðurstaða að ráða Baldur sem starfað hefur hjá Landsbankanum.
Í bókun hreppsnefndar kemur fram að hann hafi víðtæka reynslu í stjórnun, starfsmannahaldi og bókhaldsvinnu. Baldur hefur lokið B.S. prófi í viðskiptafræði frá viðskipta – og raunvísindasviði Háskólans á Akureyri.
Alls sóttu sex um starfið en þeir voru:
Ásta Hanna Gunnsteinsdóttir, Vopnafirði
Baldur Kjartansson, Vopnafirði
Björn Heiðar Sigurbjörnsson, Vopnafirði
Borghildur Sverrisdóttir, Vopnafirði
Harpa Wiium Guðmundsdóttir, Vopnafirði
Steingrímur Hólmsteinsson, Kópavogi