Ótal verkefni hjá lögreglu og björgunarsveitum í ófærðinni

snjor egs 24022015 2Töluvert hefur verið um útköll hjá bæði lögreglu og björgunarsveitum á Austurlandi undanfarinn sólarhring vegna mikils fannfergis í fjórðungnum.

„Við erum búnir að fara í ótal verkefni sérstaklega í gær og jafnframt björgunarsveitir.

Það hafa verið vandræði á Fjarðarheiði, Breiðdalsheiði Skriðdal, Öxi, Fagradal, og Oddskarði," sagði Jónas Wilhelmsson hjá lögreglunni á Austurlandi í samtali við Austurfrétt í morgun.

Bifreið valt í ræsi á Öxi í gærkvöldi. Farþegar voru sóttir þangað en þeir voru óslasaðir.

Björgunarsveitin Vopni var kölluð út klukkan hálf þrjú í nótt þar sem bíll sat fastur fyrir neðan Gerði.

Að auki hafa sveitirnar sinnt þjónustuverkefnum fyrir Vegagerðina sem felast í lokunum vega.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.