Opinn kynningarfundur um sóknarfæri Stöðvarfjarðar

thokusetur ibuafundur 0010 webStarfshópur um sóknarfæri Stöðvarfjarðar heldur kynningarfund um tillögur sínar í menningarsal Stöðvarfjarðar í kvöld.

Hópurinn var skipaður í nóvember og segir í tilkynningu hans að strax hafi verið lögð áhersla á góða samvinnu við bæjarbúa. Viðbrögð íbúa hafi verið „ánægjuleg og jákvæð" og skipt miklu máli fyrir vinnuna.

Hópurinn skilar á næstu dögum tillögum til bæjarráðs Fjarðabyggðar en þær verða fyrst bornar undir íbúa til rýnis og umræðu á fundinum í kvöld.

Hópinn skipa Ívar Ingimarsson, Rósa Valtingojer og Ásta Kristín Sigurjónsdóttir.

Fundurinn í kvöld hefst klukkan 20:00 í menningarsal Sköpunarmiðstöðvarinnar.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.