Gert ráð fyrir afgangi hjá Borgarfjarðarhreppi

borgarfjordur eystriGert er ráð fyrir ríflega 900 þúsund króna afgangi af rekstri Borgarfjarðarhrepps á árinu samkvæmt nýsamþykktri fjárhagsáætlun. Ráðist verður í endurbætur á félagsheimilinu Fjarðarborg.

Gert er ráð fyrir tekjum upp á rúmar 127 milljónir en rekstrargjöld og fjármagnsgjöld nemi um 126 milljónum.

Veltufé frá rekstri er áætlað 10,4 milljónir og fjárfestingar ársins 15,5 milljónir.

Stærsta fjárfestingin felst í endurbótum á félagsheimilinu Fjarðarborg fyrir fimm milljónir. Þá verður ráðist í endurbætur á vatnsveitu fyrir þrjár milljónir og endurnýjun tækja fyrir sömu upphæð.

Þá samþykkti hreppsnefndin að sú fjárhæð sem ekki gekk út úr atvinnuaukningasjóði í fyrra bætist við sjóðinn í ár. Því verða 2,8 milljónir til úthlutunar.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar