Fjarðabyggð: Bretta- og frískíðagarðurinn tekur nýjan búnað í notkun

Bretta friskidagardurinn PallogBirgirPáll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar opnaði formlega á skírdag nýja og glæsilega aðstöðu í bretta- og frískíðagarðinum Oddsskarði. Var af því tilefni gengist fyrir veglegri hátíðardagskrá í garðinum.

Auk þess sem haldin var reil- og djammkeppni í stökki, sýndu krakkar hjá Brettafélagi Fjarðabyggðar listir sínar á reilum og í stökki. Keppt var í tveimur aldurshópum kvenna og karla sem skiptust við 13 ára aldurinn og var dæmt út frá stíl, flugtíma, trikki og erfiðleikastigi. Tvær línur af reilum og boxum voru settar upp með dansgólfi í endann og áttu þátttakendur því um marga skemmtilega kosti að velja í útfærslum.

Í dómnefnd sátu Páll Björgvin Guðmundsson, Dagfinnur Ómarsson, Þóroddur Helgason, Eðvald Garðarsson, Elísabet Sveinsdóttir, Dagný Björk Reynisdóttir og Reynir Birgisson, sem jafnframt var yfirdómari.

Vegleg verðlaun voru veitt fyrir þrjú efstu sætin. Að vel heppnaðri keppni lokinni var boðið upp á grillaðar pylsur og svala.

Mynd1. Páll Björgvin Guðmundsson og Birgir Örn Tómasson við opnunina í bretta- og frískíðagarðinum í Oddsskarði.
Mynd 2: Gaman saman í Oddskarði
Myndir: Fjarðabyggð.
Bretta friskidagardurinn gamansaman

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.