Úrslitakeppnin í blaki: Ögurstund fyrir kvennaliðið í kvöld

blak throttur ka kvk 14032015 0029 webKvennalið Þróttar í blaki mætir Aftureldingu í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Íslandsmótsins í blaki í Neskaupstað í kvöld. Karlaliðið er úr leik eftir tap fyrir Stjörnunni á föstudagskvöld.

Afturelding vann fyrri leik kvennaliðanna í Mosfellsbæ á laugardag 3-0 eða í hrinum 25-11, 25-16 og 25-14. Stigahæst Þróttarstelpna var María Rún Karlsdóttir með 7 stig.

Seinni leikur liðanna verður klukkan 19:30 í Neskaupstað í kvöld. Þróttur verður að vinna leikinn til að knýja fram oddaleik en sá yrði í Mosfellsbæ á miðvikudagskvöld.

Karlaliðið er úr leik eftir að hafa tapað fyrir Stjörnunni á Norðfirði á föstudagskvöld 1-3. Stjarnan vann fyrstu tvær hrinurnar 18-25 og 22-25 en Þróttur þá þriðju 20-25. Garðabæjarliðið hafði hins vegar yfirburði í fjórðu hrinunni og vann hana 12-25.

Matthías Haraldsson og Lárus Jón Thorarensen voru stigahæstir í liði Þróttar með 13 stig hvor.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar