Hildibrand hótel á bakvið kauptilboð í Eiða

eidarKauptilboð liggur fyrir af hálfu óstofnaðs félags í eigu aðila sem tengist Hildibrand-hóteli í Neskaupstað og Stóruþinghár, félags Sigurjóns Sighvatssonar, um kaup á Eiðastað. Bæjarráð Fljótsdalshéraðs leggur til að sveitarfélagið nýti ekki forkaupsrétt sinn að svæðinu.

„Ég ætla ekki að tjá mig um þetta fyrr en málið er frágengið. Það liggur fyrir kauptilboð. Við gefum okkur einn mánuð til að koma þessu í höfn," segir Guðröður Hákonarson.

Hann mætti á fund bæjarráðs í hádeginu fyrir hönd óstofnaðs hlutafélags sem vinnur að kaupunum. Í samtali við Austurfrétt staðfesti Guðröður að það séu í raun hótel Hildibrand sem standi að baki nýja félaginu.

Hann vildi ekki tjá sig um hugmyndir um nýtingu Eiðastaðar að svo komnu máli. Málið væri í ákveðnu ferli og það væri hagur Austfirðinga að koma Eiðastað í nýtingu.

Sigurjón Sighvatsson í nafni Stóruþinghár ehf. keypti Eiðastað árið 2001 með áform um að byggja þar upp alþjóðlegt menningarsetur. Þær hugmyndir hafa ekki gengið eftir.

Sveitarfélagið á Fljótsdalshérað seldi Eiðastað á sínum tíma og á forkaupsrétt á eignunum. Á fundinum í morgun beindi bæjarráð því til bæjarstjórnar að falla frá forkaupsréttinum en málið verður afgreitt í bæjarstjórn á miðvikudag.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.