Norðfjarðargöng: Kjarnahola boruð til að kanna jarðlög

nordfjardargong 09042015 1 webFramvindan hefur verið upp og ofan Eskifjarðarmegin en búið er að borga meira en sex kílómetra af göngunum. Ný setbergslög koma stöðugt í ljós, einkum Eskifjarðarmegin, sem útheimta miklar styrkingar.

Nýlega var lokið við að fara í gegnum lag sem var hátt á fjórða metra í upphafi, þó það hafi svo þynnst þegar á leið. Framvindan minnkar með auknum styrkingum. Jafnari gangur hefur verið Norðfjarðarmegin.

Ákveðið hefur verið að bora kjarnaholu innarlega í göngunum Eskifjarðarmegin. Þannig á að reyna að kortleggja þau jarðlög sem eftir er að fara í gegnum frá Eskifirði og freista þess að ná tengingu við jarðlögin, sem verið er að fara í gegnum Norðfjarðarmegin. Það gefur hugmynd um hvers má vænta á komandi vikum.

Vegagerð er hafin í Eskifirði er verið að keyra í vegfyllingar sunnan Eskifjarðarár. Sömuleiðis er hafinn undirbúningur að gerð brúar yfir Eskifjarðará.

Mynd 1: Setbergslag í Eskifirði hefur kallað á talsverðar styrkingar.

Mynd 2: Verið er að undirbúa borun kjarnaholu til að kortleggja þau jarðlög sem framundan eru Eskifjarðarmegin.

Mynd 3: Verið er að hífa forsteypta niðurrekstrarstaura vegna undirstöðu brúar yfir Eskifjarðará.

Myndir: Ófeigur Örn Ófeigsson/Hnit

nordfjardargong 09042015 2 webnordfjardargong 09042015 3 web

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.