Verkfalli hjá undirverktökum Alcoa frestað: Náðum mjög mikilvægum áfanga í dag

alver 14082014AFL starfsgreinafélag, Samtök atvinnulífsins og Alcoa Fjarðaál skrifuðu í dag undir þríhliða samkomulag sem meðal annars á að tryggja sambærileg laun hjá verktökunum og álverinu sjálfu. Þar með er frestað verkfalli sem hefjast átti á hádegi á morgun.

„Markmiðin hjá okkur voru tvíþætt, annars vegar að semja um lágmarkskjör á svæðinu og hins vegar launatöflur undirverktaka.

Við teljum að við höfum náð að tryggja lágmarkskjör á svæðinu þannig að aðrir verktakar geti ekki komið inn á svæðið og stundað undirboð með því að bjóða lægri laun.

Fyrirtækjasamningarnir verða síðan skoðaðir á næstunni en við teljum að sú vinna sem unnin hefur verið síðustu daga gefi von um að þetta takist án frekari átaka," segir Sverrir Mar Albertsson, framkvæmdastjóri AFLs.

Samkomulagið, sem nær til undirverktaka með fasta samninga við Alcoa og starfa á eða við álverslóðina, felur það meðal annars í sér að í öllum útboðslýsingum Fjarðaáls er gerð krafa um að undirverktakar á svæðinu geri fyrirtækja samning við AFL en í þeim verður tryggð að laun séu sambærileg og í álverinu sjálfu. Á næstunni verður farið yfir launatöflur fyrirtækjanna.

„Það er eftir að semja um launaþættina við fyrirtækin. Ég reikna ekki með að það verði sérstaklega auðvelt en gerlegt og vonandi án átaka.

Við náðum mjög mikilvægum áfanga í dag til að tryggja stöðu starfsmanna undirverktaka og verja þá fyrir mögulegum undirboðum."

Þá er komið á fót samráðsnefnd til að fjalla um sameiginleg mál en á móti lengist tími sem verkalýðshreyfingin þarf til að boða verkfall en lýsa þarf yfir ágreiningi ári áður en það er gert.

Verkfall átti að hefjast á hádegi á morgun en því er frestað um 13 daga. Samningarnir eru í raun á milli AFLs og Samtaka atvinnulífsins en Fjarðaál kemur að honum sem hagsmunaaðili.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.