Óbreytt bankastarfsemi á Breiðdalsvík og Djúpavogi

djupivogur mai14Ekki verða breytingar á rekstri bankaútibúa á Breiðdalsvík og Djúpavogi þrátt fyrir að Landsbankinn hafi yfirtekið Sparisjóð Vestmannaeyja sem var þar áður með afgreiðslur.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá bankanum. Breytingar urðu hins vegar á Höfn og Selfossi þar sem útibú Sparisjóðsins og bankans voru sameinuð.

Í yfirlýsingu frá Djúpavogshreppi er er Landsbankinn boðinn velkominn aftur á Djúpavog. Þar segir að í viðræðum við forustumenn bankans hafi komið fram vilji til að „treysta stöðu útibúsins enn frekar."

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.