Norðfjörður og Eskifjörður í 4G samband
Síminn hefur bætt við þremur nýjum 4G sendum á Austurlandi sem dekka eiga Fellabæ, Norðfjörð og Eskifjörð. Slík þjónusta er nú í boði fyrir 84% landsmanna.„Eskifjörður, Fellabær og Neskaupstaður bætast nú í hóp þeirra staða sem hafa 4G samband en fyrir eru bæði Egilsstaðir og Reyðarfjörður í svo sterku sambandi, sem og Höfn í Hornafirði," segir Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi Símans, en Síminn byggir upp farsímanet sitt með sænska fjarskiptarisanum Ericsson. Sendarnir ná nú 150 Mbps hraða sem deilist á milli notenda á farsímanetinu hverju sinni.
Auk mikillar uppbyggingar 4G á landsvísu síðustu mánuði stefnir Síminn nú að öflugri uppbyggingu á sjó. „4G langdrægt Símans verður sett upp á átján mánuðum. Það eflir enn netsambandið á miðunum í kringum landið. Má til að mynda nefna að 4G sambandið nú nær yfir allan Eskifjörð og mestan Norðfjörð."