Norðfjörður og Eskifjörður í 4G samband

4g eskifjordurSíminn hefur bætt við þremur nýjum 4G sendum á Austurlandi sem dekka eiga Fellabæ, Norðfjörð og Eskifjörð. Slík þjónusta er nú í boði fyrir 84% landsmanna.

„Eskifjörður, Fellabær og Neskaupstaður bætast nú í hóp þeirra staða sem hafa 4G samband en fyrir eru bæði Egilsstaðir og Reyðarfjörður í svo sterku sambandi, sem og Höfn í Hornafirði," segir Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi Símans, en Síminn byggir upp farsímanet sitt með sænska fjarskiptarisanum Ericsson. Sendarnir ná nú 150 Mbps hraða sem deilist á milli notenda á farsímanetinu hverju sinni.

Auk mikillar uppbyggingar 4G á landsvísu síðustu mánuði stefnir Síminn nú að öflugri uppbyggingu á sjó. „4G langdrægt Símans verður sett upp á átján mánuðum. Það eflir enn netsambandið á miðunum í kringum landið. Má til að mynda nefna að 4G sambandið nú nær yfir allan Eskifjörð og mestan Norðfjörð."

4g nesk

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar