Elsa Guðný nýr safnstjóri Minjasafnsins

elsa gudny bjorgvinsdottir juli14Elsa Guðný Björgvinsdóttir hefur verið ráðin safnstjóri Minjasafns Austurlands. Hún tekur við starfinu í haust af Unni Birnu Karlsdóttur.

Elsa Guðný er með BA-próf í fjölmiðlafræði frá Háskólanum á Akureyri og MA-próf í þjóðfræði frá Háskóla Íslands.

Lokaverkefni hennar þar var um áhrif eldgossins í Öskju árið 1875, einkum á Jökuldal og Vopnafjörð. Sýningar á verkefninu voru settar upp á Vopnafirði og Egilsstöðum auk þess sem Elsa Guðný vann útvarpsþátt sem sendur var út fyrir skemmstu en hún var áður fréttamaður hjá RÚV.

Alls bárust 10 umsóknir um starfið. Auk Elsu sóttu um starfið: Sigurjóna Guðnadóttir, Sólveig Dagmar Þórisdóttir, Ísak Örn Sigurðsson, Eva Björk Káradóttir, Jórunn Magnúsdóttir, Aldís Fjóla Borgfjörð Ásgeirsdóttir, Helga Þórsdóttir, Sigurður Ingólfsson og Svava Lóa Stefánsdóttir.

Mikil umsvif eru annars á safninu þessa dagana en ný aðalsýning, tileinkuð hreindýrum, verður opnuð þar um helgina.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar