Kauptilboð Kjarnafæðis í Norðlenska kolfellt

busaeld hluthafafundur 0008 webYfirgnæfandi meirihluti hluthafa í Búsæld, móðurfélagi kjötiðnaðarfyrirtækisins Norðlenska, hafnaði í dag kauptilboði frá Kjarnafæði á hluthafafundi sem haldinn var á Egilsstöðum.

Sjötíu prósent þeirra sem greiddu atkvæði voru á móti kauptilboðinu, 16,6% sögðu já og 13,4% skiluðu auðu eða gerðu ógilt.

Kjarnafæði lagði í byrjun maí fram kauptilboð í Búsæld ehf., sem er í eigu bænda, á genginu tveir eða upp á 750 milljónir króna.

Eftir því sem Austurfrétt kemst næst töluðu flestir þeirra fundarmanna sem tóku til máls gegn tilboðinu. Þeirra á meðal var stjórnarformaðurinn Óskar Gunnarsson frá Dæli í Skíðadal.

Aðrir fundarmenn töluðu meðal annars um að vont væri að missa félagið úr eigu bænda auk þess sem efasemdir voru um stöðu Kjarnafæðis.

Á fundinum var kynnt mat tveggja fyrirtækja á Norðlenska en þau voru nokkuð samhljóma um að tilboðið væri of lágt. Meðal annars var því haldið fram að í því væri ekkert tillit tekið til ábata af samlegð upp á 500 milljónir króna.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar