Um 900 manns í fyrstu sumarferð Norrænu

norronaÁ milli 800 og 900 manns komu með Norrænu til Seyðisfjarðar í morgun en ferjan er nú komin á sumartíma sinn á fimmtudögum. Lögreglumenn fræddu ferðamenn um reglur um utanvegaakstur á hafnarbakkanum.

Í land fóru 450 ökutækni og á milli 800 og 900 manns. Ferjan kom um klukkan hálf níu og var farin um klukkan ellefu.

Annasamt er við höfnina á Seyðisfirði í dag en þar eru einnig skemmtiferðaskipin Ocean Diamond og Azores.

Vel gekk að tollafgreiða ferjuna þótt ferðin væri fjölmenn. Þá fylgdu lögregluþjónar eftir átaki til að sporna við utanvegaakstri og fræddu einkum ferðamenn sem virtust á bílum til aksturs á fjallavegum um þær reglur sem í gildi eru.

Úr dagbók lögreglunnar er annars það að frétta af 106 verkefni voru skráð síðastliðna viku, þar af voru 20 gripnir fyrir of hraðan akstur og einn var grunaður um ölvun.

Tvær bílveltur voru á Öxi um síðustu helgi en farþegar sluppu með smávægileg meiðsli.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.