Engar tímasetningar á frekari tillögum í Fjarðabyggð

pall bjorgvin gudmundsson 2014 skoriBæjaryfirvöld í Fjarðabyggð skoða nú nánari útfærslu á tillögum sem kynntar voru í skýrslum KPMG og Skólastofunnar um framtíðartilögun rekstrar sveitarfélagsins í vor.

„Við erum að vinna að ýmsum verkefnum sem tengjast fjármálum og rekstri sveitarfélagsins um þessar mundir," segir Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri.

Liður í þessari vinnu er endurfjármögnun Fjarðabyggðarhallarinnar sem sveitarfélagið hefur ákveðið að yfirtaka af Reitum.

Bæjarráð samþykkti nýverið að fela bæjarstjóra að skoða útfærslur á hugmyndum um samrekstur hafna, áhaldahúsa og annarra stofnana með einni sameiginlegri þjónustumiðstöð.

Eins verður metið hvort útvista eigi starfsemi skíðasvæðisins í Oddsskarði.

Í svari við fyrirspurn Austurfréttar segir Páll Björgvin að öll þessi mál séu í skoðun en engar tímasetningar hafi verið settar enn.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar