Seyðisfjörður: Haldið verður upp á afmælið en með alvarlegri blæ

huginn 100ara 0018 webHátíðarhöld í tilefni 120 kaupstaðarafmælis Seyðisfjarðar hefjast í kvöld. Reikna má með einhverjum breytingum á dagskránni en bæjarbúar eru í áfalli eftir hörmulegt bílslys sem varð þar á þriðjudagskvöld. Rúmlega tvítug stúlka fórst í því og önnur liggur alvarlega slösuð á Landsspítalanum.

Afmælisnefndin fundaði í gær ásamt fleirum til að meta framhald hátíðarhaldanna. Í tilkynningu sem send var eftir fundinn segir að ákveðið að ákveðið hafi verið að halda áfram með viðburðinn en slysið hafi þó áhrif á dagskrána.

Þar eru Seyðfirðingar hvattir til að hittast, styðja hvern annan og byggja áfram upp samfélagið sitt við Gamla skóla klukkan 20:00 í kvöld. Samkvæmt auglýstri dagskrá er þar gert ráð fyrir ræðuhöldum og tónlistaratriðum.

Eftir því sem Austurfrétt kemst næst mun afmælisdagskráin halda sér í stórum dráttum en þó getur verið að einstakir liðir breytist eða falli niður.

Ljóst er að banaslysið hefur mikil áhrif á Seyðfirðinga enda margir sem tengjast því náið á einn eða annan hátt.

Í tilkynningu nefndarinnar segir einnig að hún ætli að taka þátt í söfnun Lionsklúbbs Seyðisfjarðar og sjúkrahússins fyrir kaupum á Lucas-hjartahnoðtæki sem skipt geti sköpum á vettvangi slysa. Í frétt frá klúbbnum kemur fram að milljón sé þegar komin í söfnunina en heildarkostnaðurinn sé um 2,5 milljónir.

Reikningsnúmer söfnunarinnar er: 0175-05-070440 og kennitalan: 470483-0249.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.