Pétur Jóhann styrkir söfnun fyrir hjartahnoðtæki á Seyðisfirði

11406166 1593989547541621 5502752496611422942 oGrínistinn Pétur Jóhann Sigfússon verður með uppistandssýningu sína „Pétur Jóhann: Óheflaður“ á Seyðisfirði í kvöld. Hann hyggst láta hluta miðaverðs sýningarinnar renna til Lionsklúbbsins á Seyðisfirði, sem safnar fyrir hjartahnoðtæki.

Í gær tilkynnti Pétur Jóhann á Facebook að í ljósi atburðanna á Seyðisfirði í vikunni myndi hann láta hluta af ágóða sýningarinnar renna til Lionsklúbbsins á Seyðisfirði, sem safnar nú fyrir kaupum á Lucas-hjartahnoðtæki fyrir sjúkrahúsið. Slíkt tæki getur skipt sköpum á vettvangi slysa.

Fjölmargir hafa þakkað Pétri og Atla Rúnari umboðsmanni hans fyrir þetta framtak og aðstandendur 120 ára afmælishátíðar Seyðisfjarðar hvetja Seyðfirðinga til að mæta á sýninguna og sýna samhug í verki.

Pétur Jóhann stígur á svið í Herðubreið kl. 21:00 í kvöld, forsala aðgöngumiða fer fram í sjoppunni Dalbotni og er miðaverð í forsölu 2900 krónur, en einnig verður hægt að kaupa miða við hurð á 3900 krónur.

Reikningsnúmer söfnunarinnar er: 0175-05-070440 og kennitalan: 470483-0249.

Pétur Jóhann verður einnig með uppistand á Hótel Framtíð á Djúpavogi á laugardagskvöld.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar