Enginn sótti um stöðu héraðsdýralæknis
Enginn sótti um stöðu héraðsdýralæknis í Austurumdæmi sem auglýst var öðru sinni nýverið. Ekkert hefur verið ákveðið um framhaldið en staðan hefur verið laus nánast frá áramótum.Þetta kemur fram í svari Bjarka R. Kristjánssonar, forstöðumanns rekstrar- og mannauðssviðs Matvælastofnunar við fyrirspurn Austurfréttar.
Staðan var upphaflega auglýst en ekki tókst að ráða þá. Hún var því auglýst aftur í júní og rann umsóknarfrestur út á mánudag.
Engin umsókn barst hins vegar. Bjarni segir ekkert hafa verið ákveðið um framhaldið en aðrir starfsmenn stofnunarinnar hafa reynt að leysa þau mál sem hafa komið upp frá því fyrir jól.
Fyrr í sumar var einnig auglýstur laus til umsóknar þjónustusamningur við vaktdýralækni á mið-Austurlandi. Samið var við Eyrúnu Arnardóttur, fyrrum héraðsdýralækni.