Velur sérstök dekk fyrir Borgfirðinga

kristdor dekkjahollin okt14Kristdór Þór Gunnarsson, rekstrarstjóri Dekkjahallarinnar á Egilsstöðum, segir íbúa á Borgarfirði eystra þurfa slitsterkari dekk heldur en aðra vegna ástands vegarins þangað. Það hefur verið sérstaklega slæmt í sumar og framundan er stærsta ferðahelgi ársins til staðarins.

„Já, ég vel sérstök dekk í Borgfirðinga því vegurinn er svo slæmur. Þetta eru dekk sem þola betur malarvegi og eru með dýpra mynstri.

Það er erfitt að eiga Yaris þarna. Borgfirðingar verða að velja sér bíla og búnað miðað við veginn," segir Kristdór.

Eins og Austurfrétt greindi frá í morgun er vegurinn til Borgarfjarðar holóttur og grýttur og fer afar illa með hjólbarða vegfarenda. Þeir sem lenda í vandræðum leita gjarnan til Dekkjahallarinnar og Kristór segist hafa fengið „rosalega mikið af dekkjum" þaðan í sumar.

„Vegurinn er hræðilegur. Steinarnir eru sleipir og þegar rignir stingast þeir í gegn eins og hnífar og eyðileggja jafnvel ný dekk."

Þótt reynt sé að hefla, eins og síðast var gert fyrir þremur vikum, virðist það jafnvel gera illt verra því efnið í veginum er búið.

Von er á 3500 manns til Borgarfjarðar um helgina í tengslum við tónlistarhátíðina Bræðsluna. Kristdór segist sjálfur hafa íhugað að fara á Borgarfjörð á fjölskyldubílnum um helgina með hjólhýsið en sé efins um það. „Ég er efins um hjólhýsið. Kannski fer ég eitthvað annað."

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.