Fámennasta Bræðsluhelgi frá 2011?
Vegagerðin áætlar að um 5700 manns hafi heimsótt Borgarfjörð eystri í síðustu viku í tengslum við tónlistarhátíðina Bræðsluna. Það er nokkru færri en undanfarin ár.Þetta kemur fram í frétt á vef Vegagerðarinnar þar sem teknar eru saman umferðartölur yfir Vatnsskarð frá árinu 2010.
Samkvæmt þeim nemur fækkunin frá í fyrra 15% og er sú minnsta frá árinu 2011. Flestir komu hins vegar árið 2013, um 7100.
Ekki eru tilteknar neinar sérstakar skýringar á fækkuninni en nokkuð ljóst er að veðurspá helgarinnar hafði nokkur áhrif þótt úr henni rættist á laugardeginum sjálfum.
Umræða um ástand vegarins kann einnig að hafa haft áhrif en hann hefur verið með versta móti í sumar.