Greiðslukerfi lá niðri: Raðir mynduðust við hraðbanka
Bilun kom upp fyrr í dag í greiðslukerfi fyrirtækisins Verifone, sem áður hét Point. Bilunin hafði þær afleiðingar að fjölmargar verslanir og fyrirtæki gátu ekki tekið við greiðslu með greiðslukortum. Biðraðir hafa myndast við hraðbanka víða um land af þessum sökum.
Bilunin kom á ansi slæmum tíma, enda margir að gera helgarinnkaupin. Á Egilsstöðum streymdu viðskiptavinir ÁTVR og fleiri verslana til að mynda að hraðbanka Íslandsbanka við Miðvang.
Uppfært 16:20: Samkvæmt heimildum Austurfréttar er búið að koma kerfinu í lag og Austfirðingar og landsmenn allir geta nú á ný greitt fyrir vörur og þjónustu með greiðslukortum sínum.