Greiðslukerfi lá niðri: Raðir mynduðust við hraðbanka

11880070 10153024775436497 1754722280 n
Bilun kom upp fyrr í dag í greiðslukerfi fyrirtækisins Verifone, sem áður hét Point. Bilunin hafði þær afleiðingar að fjölmargar verslanir og fyrirtæki gátu ekki tekið við greiðslu með greiðslukortum. Biðraðir hafa myndast við hraðbanka víða um land af þessum sökum.

Bilunin kom á ansi slæmum tíma, enda margir að gera helgarinnkaupin. Á Egilsstöðum streymdu viðskiptavinir ÁTVR og fleiri verslana til að mynda að hraðbanka Íslandsbanka við Miðvang.


Uppfært 16:20: Samkvæmt heimildum Austurfréttar er búið að koma kerfinu í lag og Austfirðingar og landsmenn allir geta nú á ný greitt fyrir vörur og þjónustu með greiðslukortum sínum.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.