Nafn mannsins sem lést í Seyðisfirði

brennandi kertiSvissneski maðurinn sem lést í sunnanverðum Seyðisfirði í síðustu viku hét Pascal René Danz Lunn. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá lögreglunni á Austurlandi í dag.

Leit var gerð að manninum á laugardag í kjölfar þess að upplýsingar bárust frá eiginkonu hans í Sviss um að ekki næðist í hann. Eftir um fjögurra klukkustunda leit lögreglu og björgunarsveita á Austurlandi fannst maðurinn látinn, en áður hafði bifreið hans fundist mannlaus við Fjarðarselsvirkjun, þar sem hún hafði staðið í nokkra daga. Maðurinn virðist hafa fallið í klettum við Ytri-Hádegisá.

Í fréttatilkynningu þakkar lögreglan á Austurlandi björgunarsveitum veitta aðstoð.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.