Séra Davíð á Kollaleiru næsti biskup kaþólikka á Íslandi

david tencer pixludFrans páfi skipaði í dag Davíð Tencer, sóknarprest kaþólska safnaðarins á Reyðarfirði, sem nýjan biskup kaþólikka á Íslandi. Hann tekur við embættinu í lok október.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá kirkjunni í dag. Um leið samþykkir páfi afsögn Péturs Bürcher biskups af heilsufarsástæðum en hann hefur verið biskup á Íslandi frá árinu 2008.

Davíð er fæddur í Slóvakíu 18. maí árið 1963 og hlaut prestvígslu þar árið 1986. Hann þjónaði sem slíkur næstu þrjú ár á eftir en gekk í reglu kapúsína árið 1990.

Hann kom til Íslands árið 2004, var skipaður aðstoðarprestur í Maríusókn í Breiðholti í Reykjavík og hóf um leið íslenskunám. Árið 2007 var hann skipaður sóknarprestur á sókn heilags Þorláks á Reyðarfirði. Hann er félagi í prestaráði og ráðgjafanefnd Reykjavíkur­biskupsdæmis.

Kaþólska kirkjan á Íslandi, eða Reykjavíkurbiskupsdæmi, var stofnað árið 1948. Um 13.000 kaþólikkar eru skráðir á Íslandi.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.