Hlýr september bjargar vatnsstöðu í Hálslóni
Landsvirkjun hefur frestað mögulegri takmörkun á afhendingu rafmagns til viðskiptavina um einn mánuð. Met var nýverið sett í innrennsli á einum degi í Hálslón.Sunnudaginn 13. september mældist dagsmeðtal innrennslis í lónið 580 m3/s sem er mesta innrennsli sem mælst hefur í lónið á einum degi í september.
Á föstudag hafði hækkað um Hálslóni um 12 metra og fylling miðlunarinnar farið úr 59% í 84%.
Í morgun var vatnsyfirborð í lóninu komið í 620,3 metra en lónið telst fullt og fer á yfirfall í 625 metrum. Ólíklegt virðist að það náist fyrir veturinn.
Það er töluvert önnur staða en í júlí og ágúst þegar vatnsyfirborðið var 20 metrum lægra en í meðalári. Landvirkjun tilkynnti þá að mögulega þyrfti að draga úr raforkuframboði en eftir hlýja daga í september hefur sú ákvörðun verið endurskoðuð..
Í tilkynningu sem fyrirtækið sendi frá sér um helgina segir hins vegar að vatnsárið teljist enn þurrt og enn ríki óvissa um fyllingu miðlunarlóna