Mikilvægt að styrkja flutningskerfi raforku austur

baejarskrifstofur egilsstodum 3Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs telur mikilvægt að flutningskerfi raforku verði styrkt. Núverandi ástand sé óásættanlegt fyrir fyrirtæki á Austurlandi.

Þetta kemur fram í bókun frá síðasta fundi bæjarstjórnarinnar þar sem matslýsing vegna kerfisáætlunar Landsnets 2015-2024 var til umræðu.

Í bókunni segir að sérstaklega sé mikilvægt að styrkja flutningskerfið til og frá Austurlandi.

„Núverandi staða þar sem fyrirtæki á Austurlandi þurfa að sæta skerðingu á afhendingu raforku, er óásættanleg og uppbygging á því kerfi verður að vera forgangsverkefni," segir í bókuninni.

„Komi að því loknu til lagningar sæstrengs til Evrópu lítur bæjarstjórn svo á að öll rök séu fyrir því að tengja hann inn á Austurland og telur ýmsar þær röksemdir sem tilgreindar eru í drögum að kerfisáætlun varðandi tengingu sæstrengs ekki eiga rétt á sér."

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.