Öllu flugi aflýst annan daginn í röð

egs 14122014 0003 webÖllu flugi til og frá Egilsstöðum hefur verið aflýst annan daginn í röð vegna óveðurs- og ókyrrðarspár. Fjallvegir eru ófærir og skólahaldi aflýst í Brúarásskóla.

Foreldrar í Brúarásskóla fengu í morgun tilkynningu um að öllu skólahaldi væri aflýst í dag.

Í Fellaskóla féll skólaakstur niður og sömuleiðis sundkennsla. Skólinn er opinn en foreldrar beðnir um að mæta aðstæður fyrir börn sín og gert viðvart um að skólahaldi kunni að verða hætt með skömmum fyrirvara rætist veðurspáin.

Vegunum yfir Fjarðarheiði, Fagradal og Möðrudalsöræfi var lokað í morgun. Ófært er yfir Oddsskarð og Vatnsskarð. Hált er á öðrum leiðum og óveður eða stórhríð.

Spáð er vestan 15-25 m/s með éljum og skafrenningi í dag. Ekki tekur að lægja fyrr en í kvöld.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.