Rafmagn af nær öllu Austurlandi

hryggstekkur spennivirki 0001 webRafmagn fór af nær öllu svæðinu á milli Vopnafirði og Breiðdalsvíkur klukkan kortér yfir tíu í kvöld. Ekki er ljóst hvað olli rafmagnsleysinu en unnið er að því að koma rafmagni aftur á svæðið. Klukkan ellefu sló rafmagni aftur út.


Uppfært 00:00
Búið er að koma á tengingu milli Prestbakka á Síðu og Hóla í Hornafirði. Rafmagn ætti því að komast til notenda á Höfn og Djúpavogi innan stundar. Bilun er á línu milli Hryggstekks og Teigarhorns, skammt frá Hryggstekk. Ekki er vitað hvað er að en viðgerðarflokkur á leiðinni á snjóbíl.

Uppfært 23:30
Landsnet segir rafmagn komið til Austfirðinga. Seyðisfjörður og Vopnafjörður eru þó í eyjarekstri

Uppfært: 23:20

Útlit er fyrir að stæða eða stæður hafi brotnað í Eyvindarárlínu milli Hryggstekks og Eyvindarár. ár. Línan er því órekstrarhæf hringtenging ekki lengur til staðar á Austfjörðum. Reynt að veita rafmagni eftir öðrum leiðum, flutningur inn á svæðið fer um línu milli Hryggstekks og Stuðla. 

Spennarnir í Fljótsdal eru hins vegar komnir inn. Tíma tekur að byggja upp kerfið.

Rafmagnslaust er á milli Teigarhorns í Berufirði og Hóla, rétt utan við Höfn í Hornafirði eftir að útleysing varð á línu milli Teigarhorns og Hryggstekks.


Uppfært 23:15

Rétt rúmlega ellefu í kvöld varð útleysing á spennum í Fljótsdal. Við það varð aftur rafmagnslaust á Austurlandi en rafmagni hafði verið komið þar á að hluta.

Nokkrum mínútum fyrr varð útleysing á línu milli Teigarhorns í Berufirði og Hryggstekks. Útleysing varð á TE1 milli Teigarhorns og Hryggstekks. Við það varð rafmagnslaust út frá Teigarhorni og Hólum.

Upphaflegt 22:55


Hjá Landsneti fengust þær upplýsingar að ekki væri ljóst hvað hefði valdið rafmagnsleysinu en grunur beindist að bilum í tengivirkinu á Stuðlum.

Samsláttur á línum gat einnig slegið rafmagninu út en einhvern tíma tekur að ná fullri spennu á kerfinu á ný þegar slíkt gerist.

Ljóst er að útleysing hefði orðið á línunum milli Hryggstekks í Skriðdal og Stuðla í Reyðarfirði og milli Hryggstekks og Eyvindarár utan við Egilsstaði.

Því má búast við að smá saman komi rafmagn á þá staði sem ekki eru komnir með rafmagn.

Nóg er að gera í höfuðstöðvum Landsnets vegna rafmagnstruflana víða um land í óveðrinu sem nú gengur yfir. Skömmu áður en rafmagnið fór var Austurland tengt meginsflutningskerfinu á ný eftir að hafa verið í eyjurekstri í um hálftíma. Notendur urðu þá ekki fyrir rafmagnsleysi.

Klukkan átta var kerskáli álvers Fjarðaáls tengdur frá byggðalínunni til að minnka áhættu af hugsanlegum truflunum í flutningskerfinu.
 

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.