Rafmagn af nær öllu Austurlandi

hryggstekkur spennivirki 0001 webRafmagn fór af nær öllu svæðinu á milli Vopnafirði og Breiðdalsvíkur klukkan kortér yfir tíu í kvöld. Ekki er ljóst hvað olli rafmagnsleysinu en unnið er að því að koma rafmagni aftur á svæðið. Klukkan ellefu sló rafmagni aftur út.


Uppfært 00:00
Búið er að koma á tengingu milli Prestbakka á Síðu og Hóla í Hornafirði. Rafmagn ætti því að komast til notenda á Höfn og Djúpavogi innan stundar. Bilun er á línu milli Hryggstekks og Teigarhorns, skammt frá Hryggstekk. Ekki er vitað hvað er að en viðgerðarflokkur á leiðinni á snjóbíl.

Uppfært 23:30
Landsnet segir rafmagn komið til Austfirðinga. Seyðisfjörður og Vopnafjörður eru þó í eyjarekstri

Uppfært: 23:20

Útlit er fyrir að stæða eða stæður hafi brotnað í Eyvindarárlínu milli Hryggstekks og Eyvindarár. ár. Línan er því órekstrarhæf hringtenging ekki lengur til staðar á Austfjörðum. Reynt að veita rafmagni eftir öðrum leiðum, flutningur inn á svæðið fer um línu milli Hryggstekks og Stuðla. 

Spennarnir í Fljótsdal eru hins vegar komnir inn. Tíma tekur að byggja upp kerfið.

Rafmagnslaust er á milli Teigarhorns í Berufirði og Hóla, rétt utan við Höfn í Hornafirði eftir að útleysing varð á línu milli Teigarhorns og Hryggstekks.


Uppfært 23:15

Rétt rúmlega ellefu í kvöld varð útleysing á spennum í Fljótsdal. Við það varð aftur rafmagnslaust á Austurlandi en rafmagni hafði verið komið þar á að hluta.

Nokkrum mínútum fyrr varð útleysing á línu milli Teigarhorns í Berufirði og Hryggstekks. Útleysing varð á TE1 milli Teigarhorns og Hryggstekks. Við það varð rafmagnslaust út frá Teigarhorni og Hólum.

Upphaflegt 22:55


Hjá Landsneti fengust þær upplýsingar að ekki væri ljóst hvað hefði valdið rafmagnsleysinu en grunur beindist að bilum í tengivirkinu á Stuðlum.

Samsláttur á línum gat einnig slegið rafmagninu út en einhvern tíma tekur að ná fullri spennu á kerfinu á ný þegar slíkt gerist.

Ljóst er að útleysing hefði orðið á línunum milli Hryggstekks í Skriðdal og Stuðla í Reyðarfirði og milli Hryggstekks og Eyvindarár utan við Egilsstaði.

Því má búast við að smá saman komi rafmagn á þá staði sem ekki eru komnir með rafmagn.

Nóg er að gera í höfuðstöðvum Landsnets vegna rafmagnstruflana víða um land í óveðrinu sem nú gengur yfir. Skömmu áður en rafmagnið fór var Austurland tengt meginsflutningskerfinu á ný eftir að hafa verið í eyjurekstri í um hálftíma. Notendur urðu þá ekki fyrir rafmagnsleysi.

Klukkan átta var kerskáli álvers Fjarðaáls tengdur frá byggðalínunni til að minnka áhættu af hugsanlegum truflunum í flutningskerfinu.
 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar