50 björgunarsveitarmenn aðstoðuðu ferðalanga í gærkvöldi

Annríki var hjá austfirskum björgunarsveitum seinni partinn í gær og gærkvöldi. Snjóflóð lokaði veginum yfir Fagradal og flytja þurfti lækni til Seyðisfjarðar.

Samkvæmt tilkynningu frá Landsbjörgu komu 50 björgunarsveitarmenn að aðgerðunum í gær.

Flytja þurfti fólk úr nokkrum bílum á Fagradal til Reyðarfjarðar í björgunarsveitarbílum eftir að snjóflóð lokaði veginum.

Ófært var á Fjarðarheiði og sáu björgunarsveitarmenn um að flytja lækni frá Egilsstöðum til Seyðisfjarðar þar sem enginn læknir var á staðnum.

Flestum verkefnunum var lokið fyrir miðnætti og björgunarsveitarfólk komið til síns heima.

Að kvöldi jóladags björguðu björgunarsveitarfólk frá Djúpavogi fólki sem farið hafði upp á Breiðdalsheiði þrátt fyrir að lokunarskilti væri fyrir veginum.

Ferðamenn á tveimur bílum á leið í austurátt til Egilsstaða urðu viðskila í dag, þar sem annar bíllinn ók um suðurfirðina en hinn stefndi upp á Breiðdalsheiði.

Frá Fagradal í gærkvöldi. Mynd: Róbert Beck

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.