Það þarf einhver að láta lífið til að eitthvað verði gert: Mótmæli við Oddskarðsgöng
Boðað hefur verið til mótmæla við Oddskarðsgöng klukkan 19:00 í kvöld. Forsvarsmenn mótmælanna segja ekki vera brugðist við þeirri hættu sem myndast hefur í göngunum.
Siggi Jensson, skipuleggjandi mótmælanna, segir Vegagerðina ekki hafa varað fólk við þeirri „miklu hættu“ sem stafi af því að fara í gegnum göngin.
Í vor féllu tveir steinar á gólf gananna, annar 80 kg og hinn 100 kg. Borgarar á svæðinu tóku sig til fyrir helgu og settu upp varúðarskilti við sinn hvorn gangnamunnann þar sem vegfarendur eru varaðir við því að þeir fari inn á ábyrgð ríkisins.
Siggi segir menn óánægða með aðgerðaleysi Vegagerðarinnar. „Vegagerðinni finnst greinilega óþarfi að vara fólk við hinni miklu hættu sem stafar af að fara í gegnum göngin. Það er með þetta eins og annað hér á landinu, það þarf einhver að láta lífið til að eitthvað verði gert.“
Lögreglan þurfti tvisvar að greiða úr umferðarhnútum í hinum einbreiðu göngum um helgina.