„Að reita arfa og forgangsraða í lífinu“

„Mig langar til þess að fá fólk til að hugsa hvernig það vill hafa sína forgangsröðun í daglegu lífi,“ segir Rakel Rán Sigurbjörnsdóttir, fjölskyldumeðferðarfræðingur, sem verður með opinn fyrirlestur í Nesskóla á Norðfirði í kvöld.


Það er foreldrafélag Nesskóla sem stendur að fyrirlestrinum „Að halda öllum boltunum á lofti“, en á honum fá þátttakendur tækifæri til að skoða hlutverk sín, meta hvernig þeir vilja forgangsraða í lífi sínu og kortleggja hvað þeir þurfa að gera til að ná markmiðum sínum.

„Á fyrirlestrinum mun ég fjalla um það hversu ótrúlega mörgum hlutverkum við erum að sinna og ekki nóg með það, við gerum þær kröfur að við sinnum þeim öllum tipptopp, alltaf. Við eigum að standa okkur vel í vinnu, við eigum að eiga fallegt heimili, við eigum að vera í dásemdar hjónabandi og standa okkur óaðfinnanlega í barnauppeldinu. Ef við skouðm söguna þá eru einnig allaf að bætast við þessi hlutverk, nú eigum við að afgreiða okkur sjálf, bóka flugið okkar sjálf og gera allskonar hluti sem við áður fengum þjónustu við,“ segir Rakel Rán.

Um tveggja tíma fyrirlestur er að ræða og hluta hans munu þátttakendur gera verkefni. „Ég vil að hver og einn fái tíma til þess að skoða sín hlutverk og sitt líf. Það sem hentar mér að hafa inni og mér finnst góð forgangsröðun er ekki endilega sú sama og hentar þér, þannig að hver og einn skoðar sínar forgangsröðun. Ég held að það sé gott fyrir alla að staldra við inn á mili og skoða stöðuna, að reita arfann og forgangsraða í lífinu.“

Við sem foreldrar verðum skoðum okkar eigin stöðu til þess að sjá hvað við getum gert til þess að gefa okkur sjálfum rými til þess að dafna og vera til staðar fyrir okkur sjálf, til þess þá að geta verið til staðar fyrir börnin okkar og aðra. Flest erum við með svo marga bolta á lofti, en einhverjir þeirra eru boltar sem við höfum ekki einu sinni áhuga á eða þurfum að sinna.

Meðferðarviðtöl í boði á morgun
Rakel Rán vinnur á Miðstöð foreldra og barna, en er einnig sjálfstætt starfandi og þá með foreldrum og börnum þeirra á aldrinum eins árs til sjö ára. Þá sinnir hún fólki með fíknivanda, aðstandendum þeirra og fólki með ýmiskonar tilfinningavanda.

Hún mun bjóða upp á meðferðarviðtöl á Neskaupstað á morgun föstudag. Nánari upplýsingar um það er hægt að fá í síma 661 0859 eða gegnum netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.