Aðeins ein iðnaðarlóð laus til úthlutunar

Aðeins ein iðnaðarlóð er nú laus til úthlutunar á Egilsstöðum og í Fellabæ. Þetta kemur fram í minnisblað framkvæmda- og umhverfismálastjóra um lausar iðnaðarlóðir á Egilsstöðum og í Fellabæ. Lóðin sem er laus er í Iðjuseli í Fellabæ.

Málið var til umræðu á síðasta fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs þar sem samþykkir voru ýmsar aðgerðir til að bregðast við þeirri stöðu sem fram kemur í minnisblaðinu.

Í fyrsta lagi felur ráðið felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra að hefja þegar formlegt ferli innköllunar lóða við Miðás, sem úthlutað hefur verið en ekki hefur verið byggt á. Á þetta við um lóðirnar Miðás 15, 17, 27-29 og 39.

Í öðru lagi felur ráðið framkvæmda- og umhverfismálastjóra að láta stofna iðnaðarlóðir samkvæmt gildandi deiliskipulagi við Selhöfða. Einnig að hefja nauðsynlegan undirbúning framkvæmda á svæðinu, meðal annars með því að láta mæla jarðdýpt á fyrirhuguðum byggingarlóðum.

Í þriðja lagi samþykkir ráðið að óska eftir því við heimastjórn Fljótsdalshéraðs að gert verði deiliskipulag fyrir iðnaðar- og athafnasvæði á hluta af landi Ekkjufellssels, norðaustan hringvegar, sem sveitarfélagið hefur forræði yfir samkvæmt leigusamningi.

Þá samþykkir ráðið að fela framkvæmda- og umhverfismálastjóra að kanna möguleika á gerð nýrra iðnaðarlóða samkvæmt gildandi deiliskipulagi við Brúnás, með viðræðum við landeigendur og, með þeirra samþykki, að láta mæla jarðdýpt á fyrirhuguðum byggingarlóðum.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.