Aðeins einn eftir með virkt smit

Aðeins einn einstaklingur er enn í einangrun á Austurlandi vegna covid-19 smits. Ekkert nýtt smit hefur greinst í fjórðungnum frá 9. apríl.

Þetta kemur fram í tilkynningu aðgerðastjórnar almannavarnanefndar Austurlands. Alls hafa átta manns veikst af veirunni en sjö hafa náð bata.

Einn einstaklingur er enn með virkt smit og í einangrun. Tólf eru í sóttkví, tveimur færri en í gær.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar