Áfram samdráttur í umferð á Austurlandi

Umferðin um hringveginn á Austurlandi dróst saman um 7,6% á fyrstu tveimur mánuðum ársins. Aðeins á Suðurlandi var samdrátturinn meiri eða 10,5%. Á landsvísu stóð umferðin í stað milli ára í þessum mánuðum. Á landsvísu í heild nam samdrátturinn 2,7%.


Þetta kemur fram á vefsíðu Vegagerðarinnar. Þar segir hvað febrúar sérstaklega varðar lítur dæmið öðruvísi út. Umferðin í nýliðnum febrúar mánuði á Hringveginum dróst sama um 2,3 prósent miðað við sama mánuð fyrir ári. Þá höfðu engar samkomutakmarkanir verið settar á. Samdrátturinn er hinn sami á Austurlandi í febrúar eða 2,3%

„Þetta er ólíkt því sem gerðist í janúar í ár þegar umferðin jókst, en frá áramótum er umferðin nú sú sama og fyrstu tvo mánuðina í fyrra. Rétt er að hafa í huga að þrátt fyrir þetta er febrúar í ár sá þriðji umferðamesti frá upphafi,“ segir á vefsíðunni.

Umferðin dróst saman í þremur svæðum af fimm, eða um Suðurland (-14,2%), í og við höfuðborgarsvæðið (-2,5%) og um Austurland (-2,3%).  Umferð jókst aftur á móti um Vesturland (5,6%) og Norðurland (9,8%) í febrúar.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.