Ákærður fyrir að skila ekki skatti af launum starfsmanna

Framkvæmdastjóri austfirsks verktakafyrirtækis hefur verið ákærður fyrir meiriháttarbrot á skattalögum. Honum er meðal annars gefið að sök að hafa ekki staðið skil á staðgreiðslu af launum starfsmanna.


Brotin eru alls talin varða rúmum þrettán milljónum króna. Ákært er fyrir að standa ekki skil á virðisaukaskattsskýrslum árin 2013-2014 upp á níu milljónir og hins vegar á staðgreiðslu sem haldið var eftir af launum starfsmanna eða opinberum gjöldum frá apríl 2013 til júlí 2014 upp á 4,4 milljónir.

Fyrirtækið var úrskurðað gjaldþrota í september 2014.

Ákæran er gefin af embætti héraðssaksóknara en málið var þingfest nýverið í héraðsdómi Austurlands. Farið er fram á að ákærði verði dæmdur til refsingar og ákæru alls sakarkostnaðar.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.