Ákærður fyrir að skjóta hreindýr án leiðsögumanns

Lögreglustjórinn á Austurlandi hefur ákært karlmann á sjötugsaldri fyrir að hafa skotið hreindýr án þess að vera í fylgd með leiðsögumanni. Farið er fram á að maðurinn verði sviptur skotvopnaleyfi.


Maðurinn er kærður fyrir brot á lögum um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og spendýrum og reglugerð um stjórn hreindýraveiðar þar sem segir að handhafi veiðileyfis megi ekki veiða hreindýr nema í fylgd leiðsögumanns sem hlotið hafi starfsleyfi Umhverfisstofnunar.

Honum er gefið að sök að hafa í lok júlí árið 2014 skotið hreindýrstarf án þess að vera í fylgd með leiðsögumanni innarlega í Bárðarstaðadal í Loðmundarfirði. Ákæra var gefin út í málinu í vor en það er rekið fyrir Héraðsdómi Austurlands.

Farið er fram á að maðurinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar auk þess sem hann verði sviptur skotvopna- og veiðileyfi.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.