Ákærður fyrir að vigta ekki fiskinn í soðið

Lögreglustjórinn á Austurlandi hefur ákært skipstjóra á smábát fyrir að landa um hálfu tonni af óslægðri ýsu framhjá vigt. Hann ætlaði fiskinn handa sér og áhöfn sinni í soðið.


Samkvæmt ákærunni er skipstjóranum gefið að sök að hafa vanrækt að tryggja að 499 kg af óslægðri ýsu væru vigtuð á hafnarvog eins og annar afli bátsins eftir veiðiferð snemma árs 2013.

Ýsan var þess í stað flutt framhjá hafnarvoginni í húsnæði skammt frá hafnarsvæðinu. Þannig reiknaðist sá afli ekki með réttum hætti til aflamarks.

Í ákærunni segir að skipstjórinn hafi ætlað aflann til eigin neyslu, „fyrir sig og skipshöfn sína.“ Hann er ákærður fyrir brot á lögum og reglugerðum um stjórn fiskveiða og umgengi við nytjastofna sjávar.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.