Ákærður fyrir skjalafals við hreindýraveiðar

Lögreglustjórinn á Austurlandi hefur ákært karlmann um þrítugt fyrir að blekkja eftirlitsmenn Umhverfisstofnunar og lögreglu við hreindýraveiðar.


Manninum er gefið að sök að hafa merkt dýr sem annar hafði veitt með sínu merki, svonefndu hækilbandi en hefði átt að vera með merki veiðimannsins.

Umhverfisstofnun úthlutar hverjum veiðimanni bandi með númeri sem ætlast er til að sett sé á bráðina um leið og hún hefur verið felld.

Þetta kom í ljós við skoðun lögreglunnar í kæliklefa í hreindýraverkunarstöð á Austurlandi í ágúst síðastliðnum. Þar hékk skrokkur frá veiðimanninum með merki annars.

Maðurinn er ákærður fyrir skjalafals. Þess er krafist að hann verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.