Alcoa afhenti fjárstyrki í VA
Fjárstyrkur var veittur til fjögurra nýnema úr Alþjóða samfélagssjóði Alcoa til nýnema á raf- og málmiðnaðarbraut í VA. Um er að ræða styrk sem Alcoa Fjarðaál, Háskólinn í Reykjavík, VA og Þekkingarnet Austurlands sóttu um síðastliðið vor í Alþjóða samfélagssjóð Alcoa. Í umsókninni var sótt um fjárstyrk til að efla aðsókn grunnskólanemenda til náms í raf- eða málmiðngreinum við Verkmenntaskóla Austurlands.
Styrkurinn fékkst til þriggja ára og munu verðandi nemendur í umræddum iðngreinum fá tækifæri til að sækja um styrk næstu tvö árin. Því miður sótti engin stúlka um styrk né byrjaði í námi á umræddum brautum á þessu skólaári.
Það er gríðarlega mikilvægt að þessi möguleiki sé til staðar og þetta ætti að vera mikil hvatning fyrir unga verðandi framhaldsskólanemendur. Styrkupphæðin er 160.000 krónur á skólaárinu.
Þeir nemendur sem fengu styrk að þessu sinni voru þeir; Andrés Þorsteinsson, Kristófer Dan Róbertsson, Ármann Ingi Sigurðsson. Þess má geta að allir þeir eru á rafiðnaðarbraut. Að auki fékk Snæþór Ingi Jósepsson styrk á málmiðnaðarbraut.