Skip to main content

Alvarlegt slys á Fagradal: Vegurinn lokaður

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 12. okt 2011 09:40Uppfært 08. jan 2016 19:22

fagridalur_slys_12102011_web.jpgVegurinn um Fagradal er lokaður vegna alvarlegs umferðarslyss. Þar rákust vörubíll og fólksbíll, sem komu úr sitt hvorri áttinni, saman um hálf níu leytið í morgun.

Slysið varð rétt ofan við Grænafell. Í fyrstu fréttum mishermt að rúta hefði rekist á fólksbílinn en ekki vörubíll. Talsverð hálka var á veginum. Vegurinn var lokaður í á þriðja tíma vegna slyssið. Um klukkan ellefu hóf lögregla að hleypa bílum framhjá í skömmtum.

Mynd: Austurglugginn/Ragnar