Annar hvellur austanlands á sunnudaginn kemur

Austfirðingar mega eiga von á öðrum hvelli í veðrinu á sunnudaginn samkvæmt spá Veðurstofu Íslands og er almenningur á svæðinu hvattur til að ganga frá lausamunum og koma búfénaði í skjól.

Appelsínugular og gular viðvaranir taka gildi upp úr hádeginu á sunnudaginn kemur vegna storms og mikillar úrkomu en gert er ráð fyrir að veðurofsinn gangi ekki niður fyrr en líður fram á mánudaginn.

Talsverðar líkur þykja á að færð muni spillast og tekur Veðurstofan fram að ekkert ferðaveður sé meðan stormurinn gengur yfir. Á Austfjörðum er líklegt að vindar nái 20 til 30 metrum að jafnaði og staðbundnar hviður geti farið allt upp í 35 metra á sekúndu. Spáin því ekki ósvipuð veðurofsanum sem gekk yfir fjórðunginn í síðasta mánuði og olli miklu tjóni á mörgum stöðum.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar