Skip to main content

Stolinn bíll fannst á fáeinum mínútum

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 13. sep 2024 14:57Uppfært 13. sep 2024 14:57

Lögreglan á Austurlandi þurfti aðeins nokkrar mínútur til að finna bíl sem stolið var um hábjartan dag á Seyðisfirði í vikunni.


Klukkan 16:10 á miðvikudag barst lögreglunni tilkynning um að stuld á bíl sem horfið hefði frá ákveðnum stað á Seyðisfirði.

Eftir því sem Austurfrétt kemst næst tók það lögregluna, sem var óvenju fjölmenn á Seyðisfirði vegna brottfarar Norrænu, aðeins nokkrar mínútur að finna ökutækið. Bíllinn var óskemmdur og afhentur eiganda sínum í kjölfarið.

Sá sem hafði tekið ökutækið traustataki til að komast á milli staða á Seyðisfirði var hins vegar tekinn í skýrslutöku og játaði brot sitt. Sá hafði nýtt sér að lyklarnir voru í bílnum.

Kristján Ólafur Guðnason, yfirlögregluþjónn, segir sáralítið um að lögreglan fái tilkynningar sem þessar. Rétt sé þó að minna bíleigendur á að skilja eigi við ökutækin læst þannig svona atvik komi ekki upp.