Stolinn bíll fannst á fáeinum mínútum

Lögreglan á Austurlandi þurfti aðeins nokkrar mínútur til að finna bíl sem stolið var um hábjartan dag á Seyðisfirði í vikunni.

Klukkan 16:10 á miðvikudag barst lögreglunni tilkynning um að stuld á bíl sem horfið hefði frá ákveðnum stað á Seyðisfirði.

Eftir því sem Austurfrétt kemst næst tók það lögregluna, sem var óvenju fjölmenn á Seyðisfirði vegna brottfarar Norrænu, aðeins nokkrar mínútur að finna ökutækið. Bíllinn var óskemmdur og afhentur eiganda sínum í kjölfarið.

Sá sem hafði tekið ökutækið traustataki til að komast á milli staða á Seyðisfirði var hins vegar tekinn í skýrslutöku og játaði brot sitt. Sá hafði nýtt sér að lyklarnir voru í bílnum.

Kristján Ólafur Guðnason, yfirlögregluþjónn, segir sáralítið um að lögreglan fái tilkynningar sem þessar. Rétt sé þó að minna bíleigendur á að skilja eigi við ökutækin læst þannig svona atvik komi ekki upp.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.