Ásta Jóhanna og Guðmundur fengu verðlaun fyrir garðinn sinn

Það voru hjónin Ásta Jóhanna Einarsdóttir og Guðmundur Bjarnason, Sunnugerði 15 á Reyðarfirði, sem fengu umhverfisverðaun Fjarðabyggðar í ár fyrir garðinn sinn.

Greint er frá verðlaununum á vefsíðu Fjarðabyggðar. Þar segir að verðlaunin hafi verið veitt í fjórða sinn í ár,
„Árlega veitir Fjarðabyggð umhverfisviðurkenningu sem er í senn hvatning og viðurkenning til handa þeim sem eru til fyrirmyndar í umgengni á lóðum sínum.,“ segir í umfjöllun á vefsíðunni.

„Í ár er engin undantekning á þessari skemmtilegu venju, þrátt fyrir það ástand sem skapast hefur vegna COVID-19.  Þó varð bæði dráttur á afhendingu viðurkenningarinnar, vegna þessa ástands, ásamt því að ekki er unnt að bjóða til sérstaks viðburðar í kringum afhendingu verðlaunanna eins og vanin hefur verið.“

Um mitt sumar óskað Fjarðabyggð eftir ábendingum íbúa um tilnefningar. Hlutskörpust í innsendum tilnefningum og samkvæmt niðurstöðu matsaðila voru hjónin Ásta Jóhanna Einarsdóttir og Guðmundur Bjarnason.

„Þau Ásta og Guðmundur hafa lagt mikla vinnu og natni í garðinn við hús sitt á Reyðarfirði og þar má glöggt sjá að þar fer fólk sem hefur mikin metnað fyrir því að hafa fallega lóð við hús sitt,“ segir ennfremur

Á meðfylgjandi mynd má sjá þau hjónin taka á móti viðurkenningunni sem afhent var af Eydísi Ásbjörnsdóttur, forseta bæjarstjórnar Fjarðabyggðar, og Önnu Berg Samúelsdóttur, umhverfisstjóra.

Fjarðabyggð óskar þeim hjónum innilega til hamingju með viðurkenninguna.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.