Atkvæði Austfirðinga farin í loftið - Myndir

Atkvæði Austfirðinga eru loks á leið norður til Akureyrar. Flugvél með þeim innanborðs hóf sig á loft frá Egilsstöðum klukkan tíu mínútur yfir tvö í nótt.

Þrátt fyrir færðin færi versnandi á Austfjörðum með kvöldinu gekk vel að safna saman atkvæðum. Kjörgögn frá Fjarðabyggð komu til Egilsstaða um klukkan kortér í eitt í nótt. Snjóplógur fór á undan formanni kjörstjórnar í sveitarfélaginu yfir Fagradal. Þeim sóttist ferðin nokkuð vel.

Kjörgögn frá Djúpavogi og Seyðisfirði komu nánast samtímis í Egilsstaði um klukkan 22:45 í gærkvöldi. Björgunarsveitir fluttu kjörgögnin þangað. Fyrir voru á Egilsstöðum kjörgögn frá Egilsstöðum og úr Fljótsdal.

Flugvélin lenti á Egilsstöðum rúmlega hálf tvö í nótt. Flugskilyrði voru ágæt nema að ókyrrð var þegar vélin tók að lækka sig inn til lendingar. Hún fór sem fyrr segir aftur í loftið um klukkan 2:10. Áætlað er að hún verði um klukkutíma á leiðinni norður og lendi þar um eða upp úr klukkan þrjú. Atkvæði frá Austurlandi hafa ekki verið inni í tölum úr kjördæminu til þessa.

Kjordagur 2024 Flugvel 0004 Web
Kjordagur 2024 Flugvel 0010 Web
Kjordagur 2024 Flugvel 0012 Web
Kjordagur 2024 Flugvel 0016 Web
Kjordagur 2024 Flugvel 0021 Web
Kjordagur 2024 Flugvel 0023 Web
Kjordagur 2024 Flugvel 0030 Web
Kjordagur 2024 Flugvel 0034 Web
Kjordagur 2024 Flugvel 0037 Web
Kjordagur 2024 Flugvel 0042 Web

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar