Átta vilja í stól skólameistara

Umsókn­ar­frest­ur um stöðu skóla­meist­ara við Mennta­skól­ans á Eg­ils­stöðum rann út mánu­dag­inn 8. apríl sl. Mennta- og menn­ing­ar­málaráðuneyti bár­ust átta um­sókn­ir um stöðuna.

Nokkra athygli vekur að hópurinn samanstendur af aðeins einni konu en sjö körl­um.

Um­sækj­end­ur eru: 

Árni Ólason, áfanga­stjóri
Birg­ir Jóns­son, sviðsstjóri
Eyj­ólf­ur Pét­ur Haf­stein, grunn­skóla­kenn­ari
Hami­dreza Jams­hidnia, rann­sak­andi og sér­fræðing­ur
Kristian Guttesen, grunn­skóla­kenn­ari
Magnús Kristjáns­son, fram­halds­skóla­kenn­ari
Sigrún Hólm Þor­leifs­dótt­ir, fram­halds­skóla­kenn­ari
Sig­urður Þórður Ragn­ars­son, fram­halds­skóla­kenn­ari

Miðað er við að mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra skipi í stöðuna til fimm ára frá 1. ág­úst 2016, að feng­inni um­sögn hlutaðeig­andi skóla­nefnd­ar, seg­ir í frétta­til­kynn­ingu sem send var út nú í dag.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.