Atvinnumálaráðstefna á Héraði: Auðlindir og atvinnusköpun

Róbert Guðfinnsson, Ragna Árnadóttir og Ragnheiður Elín Árnadóttir eru á meðal frummælenda á atvinnumálaráðstefnu sem haldin verður á vegum sveitarfélagsins Fljótsdalshéraðs á morgun.


Á ráðstefnunni verður athyglinni beint að tækifærum svæðisins og horft fram á við með almennum og sértækum hætti. Fyrirlesarar verða frá atvinnulífinu, stoðstofnunum og samtökum þess auk þess sem tveir ráðherrar munu taka þátt í ráðstefnunni. Að loknum framsögum er gert ráð fyrir umræðum.

Dagskrá:

Sigrún Blöndal, forseti bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs / Setning
Guðmundur Sveinsson Kröyer, formaður atvinnu- og menningarnefndar / Sveitarfélagið mitt
Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra / Ávarp iðnaðar- og viðskiptaráðherra
Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins / Öflugur iðnaður – gott líf
Ívar Ingimarsson, ferðaþjónustuaðili / Draumalandið Austurland
Róbert Guðfinnsson, athafnamaður á Siglufirði / Gömul gildi í nýjum búningi
Eymundur Magnússon, frumkvöðull og eigandi Móður Jarðar ehf á Vallanesi / Lífræn ræktun í 30 ár

Léttur hádegisverður í boði Fljótsdalshéraðs

Gunnar Bragi Sveinsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra / Ávarp sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra
Ragna Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar / Fjölbreytt tækifæri fyrir íslenska orku
Garðar Eyjólfsson, vöruhönnuður og fagstjóri við Listaháskóla Íslands / Maður, náttúra, rannsóknir og miðlun
Arnar Guðmundsson, verkefnisstjóri hjá fjárfestingarsviði Íslandsstofu / Bein erlend fjárfesting og hlutverk landshluta

Ráðstefnan hefst klukkan 10:00 og er haldin í Valaskjálf.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar