Austfirðingar kaupa helst jólagjafirnar á netinu
Rúmur fjórðungur Austfirðinga kveðst helst kaupa jólagjafir í netverslunum. Yngra fólk er líklegra til að nýta þennan möguleika en það eldra.Þetta kemur fram í skoðanakönnun sem Austurglugginn/Austurfrétt gerðu í byrjun nóvember. Um 200 svör bárust í könnunni þar sem spyr var hvar fólk keypti helst inn jólagjafirnar. Nokkrir möguleikar voru gefnir og hægt að velja fleiri en einn þeirra.
Alls sögðust 26% helst versla á netinu en 24% á Egilsstöðum. Þar á eftir kváðust 14% versla í heimabyggð, 11,4% í Reykjavík og 8% á Akureyri.
Munur er milli byggðarlaga. Íbúar í Múlaþingi versla mest á Egilstöðum eða 36%. Í Fjarðabyggð segjast 27% versla á netinu, 18% í heimabyggð, 12% á Egilsstöðum, 11% í Neskaupstað og í Reykjavík og 6% á Reyðarfirði.
Mikill munur er milli aldurshópa. Allt að 40% fólks undir fertugu kaupir jólagjafirnar á netinu meðan 16% þeirra sem eru komin yfir 65 ára aldur versla þar. Sá aldurshópur kaupir helst inn í heimabyggð eða á Egilsstöðum.
Óverulegur munur er milli karla og kvenna. Konur eru líklegri en karlarnir til að kaupa á netinu og þær eru heldur sennilegri til að kaupa gjafir erlendis en karlarnir.