Austfirðingar kaupa helst jólagjafirnar á netinu

Rúmur fjórðungur Austfirðinga kveðst helst kaupa jólagjafir í netverslunum. Yngra fólk er líklegra til að nýta þennan möguleika en það eldra.

Þetta kemur fram í skoðanakönnun sem Austurglugginn/Austurfrétt gerðu í byrjun nóvember. Um 200 svör bárust í könnunni þar sem spyr var hvar fólk keypti helst inn jólagjafirnar. Nokkrir möguleikar voru gefnir og hægt að velja fleiri en einn þeirra.

Alls sögðust 26% helst versla á netinu en 24% á Egilsstöðum. Þar á eftir kváðust 14% versla í heimabyggð, 11,4% í Reykjavík og 8% á Akureyri.

Munur er milli byggðarlaga. Íbúar í Múlaþingi versla mest á Egilstöðum eða 36%. Í Fjarðabyggð segjast 27% versla á netinu, 18% í heimabyggð, 12% á Egilsstöðum, 11% í Neskaupstað og í Reykjavík og 6% á Reyðarfirði.

Mikill munur er milli aldurshópa. Allt að 40% fólks undir fertugu kaupir jólagjafirnar á netinu meðan 16% þeirra sem eru komin yfir 65 ára aldur versla þar. Sá aldurshópur kaupir helst inn í heimabyggð eða á Egilsstöðum.

Óverulegur munur er milli karla og kvenna. Konur eru líklegri en karlarnir til að kaupa á netinu og þær eru heldur sennilegri til að kaupa gjafir erlendis en karlarnir.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.