Austfirðingar minnst hrifnir af Katrínu

Stuðningur við Katrínu Jakobsdóttur sem næsta forsætisráðherra Íslands er minnstur á Austfjörðum samanborið við önnur landssvæði. Þrátt fyrir þetta er Katrín sá einstaklingur sem flestir Austfirðingar vilja sjá í embættið.

Þetta kemur fram í könnum sem Zenter gerði fyrir stuðningshóp Katrínar. Fyrir hópnum fer Berglind Häsler, bóndi á Karlsstöðum í Berufirði.

Samkvæmt könnunni vilja 31,1% Austfirðinga Katrínu sem næsta forsætisráðherra. Meðaltal hennar á landsvísu er hins vegar 49,5% sé horft til þeirra sem tóku afstöðu.

Næstflestir Austfirðingar vilja Sigmund Davíð Gunnlaugsson, oddvita Miðflokksins, sem forsætisráðherra eða 23,5%. Fylgi hans er hvergi meira.

Það er reyndar álíka mikið á Vestfjörðum þar sem Sigmundur er næstvinsælasti kosturinn. Þar hefur Katrín hins vegar yfirburði, yfir 56% aðspurðra nefndu hana og er hún hvergi vinsælli.

Á Austurlandi nefndu 20,9% Bjarna Benediktsson, 12,4% Sigurð Inga Jóhannsson og 12% aðra.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.