Austfirskir þjófar handteknir

logreglumerki.jpgLögreglan á Eskifirði handtók í gær nokkra aðila í tengslum við rannsóknir innbrota og þjófnaða, sem framin hafa verið í umdæminu og víðar undanfarnar vikur. Málin teljast nú upplýst og hinum handteknur hefur verið sleppt.

 

Þjófarnir brutust inn og stálu á Hótel Capitano í Neskaupstað, í lóðsbátnum Vetti á Reyðarfirði, skemmu Skógræktar ríksins á Hallormsstað, vörugám á Egilsstöðum og hjá Gámafélaginu á Reyðarfirði.

Þjófarnir brutust einnig inn í sumarbústað í landi Úlfsstaða á Fljótsdalshéraði og reyndu að komast inn í annan en eins og Agl.is hefur greint frá var þaðan stolið hraðsuðukatli um áramótin. Þjófarnir stálu einnig vörum og kortaveski frá viðskiptavini Krónunnar á Reyðarfirði og misnotuðu viðskiptakort olíufélags.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar